Höfn, Matur, Náttúra, Hugmyndir

Ljótu Kartöflurnar

Ljótu kartöflurnar eru handgerðar kartöfluflögur úr íslenskum gullauga kartöflum. Til framleiðslunnar eru nýttar kartöflur sem uppfylla ekki útlitsstaðla og ratar því ekki á markað fyrir ferskar kartöflur. Koma þær því í veg fyrir mikla matarsóun, auk þess sem þær hafa þá sérstöðu að vera einu kartöfluflögurnar sem framleiddar eru á Íslandi og eina snakkið sem framleitt er úr íslenskum kartöflum.

Hugmyndin að Ljótu kartöflunum kviknaði í Hornafirði þar sem stofnandinn var í sumarfríi árið 2014. Framleiðsla þeirra var fyrstu árin í Hornafirði og er uppistaða framleiðslunnar hornfirskar kartöflur frá Seljavöllum enn þann dag í dag, jafnvel þó að framleiðslan sjálf sé í Mosfellsbænum.

Ljótu kartöflurnar eru hugarfóstur Viðars Reynissonar, en það hafði alla tíð blundað í honum að fara í eigin rekstur.  Þegar hugmyndin að Ljótu kartöflunum kviknaði varð ekki aftur snúið og hann varð að láta á hana reyna. Viðar, sem er viðskiptafræðingur að mennt, hefur alltaf haft mikinn áhuga á matreiðslu, hönnun og sköpun. Fékk hann því mikla útrás við þessa þætti við  þróun á Ljótu kartöflunum, auk þess sem tækifæri gafst til að skapa vörumerki frá grunni.

Haustið 2019 hófst loks dreifing á Ljótu kartöflunum sem eru nú í boði í flestum verslunum um land allt. Við erum hægt og róla að auka við vöruframboðið og eru nú tvær bragðtegundir í boði og tvær stærðir af pokum.

 

https://www.ljotukartoflurnar.is/

https://www.facebook.com/ljotukartoflurnar

Visit Vatnajökull
Visit Vatnajökull