Tjaldsvæði í Ríki Vatnajökuls

Tjaldsvæðið á Höfn er staðsett á vinstri hönd þegar komið er inn í bæinn. Stutt er í alla þjónustu og aðeins örfáar mínútur tekur að ganga að sundlauginni og góðum golfvelli.
Tjaldsvæðið býður upp á skipulögð stæði fyrir húsbíla og ferðavagna, gott aðgengi að rafmagni, eldunaraðstöðu, þráðlausa nettengingu, þvottaaðstöðu og afgirtan leikvöll.
Á tjaldsvæðinu er einnig boðið upp á gistingu í smáhýsum.

Opnunartími
Allt árið

Verð 2018
Fullorðnir                            1.720 kr.
Unglingar 14-17 ára        1.420 kr.
Börn 0-13 ára                            0 kr.
Sturta hverjar 2 mín.            50 kr.
Þvottavél                              800 kr.
Þurkari                                  800 kr.
Rafmagn                               800 kr.

Höfn Camping Ground
Hafnarbraut 52
780 Höfn í Hornafirði
Iceland
Tel: +354 478-1606
[email protected]

Skaftafell
Tjaldsvæðið í Skaftafelli er opið frá 1. maí til 30. september. Lokað er fyrir umferð inn á tjaldsvæðið á öðrum tímum. Leyfilegt er að fara með tjöld inn á tjaldsvæðið utan auglýsts tímabils og gista í bílum á bílastæði. Gjald er tekið fyrir þá þjónustu.
Í Skaftafelli eru stæði fyrir um 400 tjöld. Ekki er hægt að taka frá stæði en það er nægt rými fyrir alla sem vilja koma. Sérstök flöt er ætluð fyrir húsbíla, hjólhýsi og fellihýsi. Þar eru tenglar fyrir rafmagn.
Salernisaðstaða er við Skaftafellsstofu og í tveimur þjónustuhúsum á tjaldsvæðinu. Þar eru líka sturtur. Nota þarf sérstök þjónustukort í sturturnar og fást þau í sjálfsafgreiðslu fyrir utan Skaftafellsstofu. Sjálfsalinn er opinn allan sólarhringinn. Nota þarf greiðslukort með PIN-númeri.
Þvottavél og þurrkari er í þvottarými í Landvarðahúsi, skrifstofubyggingunni næst Skaftafellsstofu. Þjónustukortin gilda fyrir bæði.
Enginn sérstök eldunaraðstaða er fyrir gesti tjaldsvæðis. Þó eru vaskar undir skyggni við Skaftafellsstofu sem og grill sem gestir mega nota.
Gott 3G samband er á tjaldsvæðinu. Opið þráðlaust internet er í gestastofu (Vodafone-HotSpot).

Verð  2018
Fullorðnir:  1.900 kr
Börn, 13 – 16ár : 800 kr
Frítt fyrir börn 12 ára og yngri.
Sturtugjald, eitt skipti: kr. 500
Rafmagn fyrir húsbíl, hjólhýsi og fellihýsi, einn sólarhringur: kr. 1000
Afnot af þvottavél, eitt skipti: kr. 500
Afnot af þurrkara, eitt skipti: kr. 500
Hópaafsláttur:
10 manna hópur eða fleiri: 10% afsláttur af gistingu, utan gistináttagjalds, ef staðgreitt. Skilyrði er að hópstjóri greiði fyrir allan hópinn.

Vatnajökull National Park
Skaftafellsstofa
785 Öraefi
Iceland
Tel: +354 4708300
[email protected]

Svínafell

Í Svínafelli er boðið upp á svefnpokagistingu í upphituðum smáhýsum. Í þeim eru kojur fyrir 4 í hverju húsi, vaskur og kalt rennandi vatn, hraðsuðukanna og einnig borðbúnaður fyrir fjóra. Gestir í smáhýsum hafa aðgang að Skála, þjónustuhúsi við hlið smáhýsanna. Þar er lágmarks aðstaða til matargerðar, þ.e. rafmagnshellur, kæliskápur og uppvottaaðstaða með heitu vatni. Borð og stólar eru í salnum fyrir 80 manns.
Í þjónustuhúsinu eru einnig sturtur og salerni og þessi aðstaða er samnýtt með gestum sem gista á tjaldstæðinu í tjöldum eða bílum / ferðavögnum.
Í Skála er lítil íbúð með svefnpokaplássum í kojum (120 / 80 cm) í 3 x 2 manna herbergjum. og það er sambærileg íbúð í kjallara í Suðurbæ. Í báðum tilfellum er eldunaraðstaða og baðherbergi/sturta innan dyra.
Í Austurbæ eru svefnpokapláss fyrir 16 manns í misstórum herbergjum, 1, 2 og 3 manna. Það eru 2 baðherbergi/sturtur í húsinu og eldhús.
Smáhýsin og þjónustuhúsið Skáli eru opin á tímabilinu 1/5 til 30/9. Önnur gisting er opin allt árið nema stöku sinnum vegan fría. Yfir vetrartímann færist afgreiðslan í Suðurbæ.

Verð sumar 2017 (1/6 – 30/9)
Svefnpokapláss í 4ra manna smáhýsi – 4.300 ISK pr. mann / 17.200 pr. hús
Svefnpokapláss í herbergi – 5.000 ISK pr. mann

Einnig er boðið upp á gistingu í tjaldi.
Allir gestir á tjaldstæðinu hafa aðgang að þjónustuhúsinu Skála (baðherbergi / sturtur og eldunaraðstaða þar sem gestir nota eigin áhöld til að elda og matast).
Ekki er tekið við fyrirfram bókunum á tjaldstæði.
Ekki er unnt að fá rafmagn fyrir bíla eða ferðavagna á tjaldstæðinu.

Verð sumar 2017 (1/6 – 30/9)
Tjaldstæði – 1.500 ISK pr. mann (frítt fyrir 0 – 13 ára börn).

Tourist service in Svínafell
Svínafelli
785 Öræfum
Iceland
Tel: +354 478-1765
Mobile: +354 868 8193, +354 894 1765
e-mail: [email protected]

Haukafell 

Haukafell er skógrækt og vinsælt úthverfi sveitafélagsins. Ástaðnum eru margar gönguleiðir. Haukafell er staðsett austan við Fláajökul og var stofnað árið 1985 þegar skógræktarfélagið byrjaði að gróðursetja á svæðinu. Tjaldstæði er í Haukafelli með góðri þvottaaðstöðu.

Aðstaða og svæði er opið svo hægt sé að tjalda frá byrjun apríl til loka september.

Ef þörf er á frekari upplýsingum, hafðu samband: [email protected]