Sundlaugar og heitir pottir

Sundlaug Hafnar
Á Höfn er að finna góða 25×8,5 metra sundlaug, vaðlaug fyrir börnin, tvo heita potta (annar þeirra er nuddpottur), gufubað og þrjár mismunandi rennibrautir. Gott aðgengi er fyrir fatlaða.

Vetraropnun
1. okt-14. maí
Virka daga 6:45-21:00
Helgar 10:00-17:00

Sumaropnun
15. maí-30. sept
Virka daga 6:45-21:00
Helgar 10:00-19:00

Víkurbraut 9
780 Hornafirði
Iceland
Tel: +354 470 8477
[email protected]

Heitu laugarnar í Glacier World – Hoffelli

Þar sem náttúran nærir hugann – á vel við þegar talað er um heitu laugarnar í Hoffelli. Hér er tilvalið að gefa sér góðan tíma til að slaka á og njóta náttúrunnar eins og hún gerist best. Að liggja í heitu laugunum og drekka í sig orkuna úr jöklinum er upplifun sem ekki er hægt að finna annars staðar.

Í landi Hoffells sameinast þessar frábæru andstæður, eldur og ís. Hér fannst heitt vatn í jörðu árið 2000, í upphafi var sett 40 fm2 fiskikar svo að vatnið myndi ekki fara allt til spillis og gátu þá krakkarnir á bæjunum og vinnumennirnir sem boruðu eftir vatninu skellt sér í karið. Með árunum spurðist þetta síðan út og höfum við fjölskyldan í Hoffelli byggt upp þessa aðstöðu. Hér eru nú fimm pottar útbúnir úr fiskikörum, staðsettir undir tignarlegum kletti kallaður Arnarbæli. Útisturta, klefar og salerni fyrir gesti.

Opnunartími: 10:00-21:00, alla daga (nema annað sé auglýst)

Aðgangseyrir: 1.000 kr (frítt fyrir börn 8 ára og yngri)

N64 23.496 W15 20.456