Humarhöfnin

SJÁ NÁNAR

FLOKKUR

Veitingastaður

Opið

Máltíðir

Tags

Humarhöfnin er staðsett við höfnina á Höfn í Hornafirði við jaðar Vatnajökulsþjóðgarðs.

Hjá okkur er hægt að njóta humarsins á ýmsan hátt á meðan horft er yfir höfnina og bátana sem veiða okkar ekta hornfirska humar. Á sólríkum dögum er yndislegt að sitja á veröndinni fyrir utan, njóta matar og drykkjar og fylgjast með bryggjulífinu.

Við erum sérhæfður humarveitingastaður og erum svo hrifin af humri að við fengum listakonu sem við þekkjum til að hanna fyrir okkur tré líkneski af humri sem við köllum humargyðjuna Löngustínu. Við upphaf humarvertíðar á hverju vori höldum við humarblót og hyllum Löngustínu með humarveislu af hæstu gæðum og biðjum fyrir endalausri uppsprettu af þessum dásamlega mat.

Upplýsingar

Sími: 4781200
Sími: 8461114

Netfang: [email protected]

Skoða vefsíðu
Visit Vatnajökull
Visit Vatnajökull