Flugeldasýning á Jökulsárlóni

08/15/2020 - 08/15/2020

Laugardagskvöldið 15. ágúst nk. kl. 23 hefst hin árlega flugeldasýning á Jökulsárlóni. Sýningin er löngu orðin að árvissum viðburði og þetta er í tuttugasta sinn sem hún verður haldin. Gestum sýningarinnar hefur fjölgað jafnt og þétt.

Áður en sýningin hefst  er kveikt á 150 friðarkertum sem komið hefur verið fyrir á ísjökum á lóninu og flugeldum er skotið upp á nokkrum stöðum. Sýningin varir í u.þ.b. 20 mínútur. Upplýstir ísjakarnir eru baðaðir í litum og birtu frá stórkostlegri flugeldasýningu í magnaðri umgjörð náttúrunnar sem skapar einstaka upplifun fyrir áhorfendur.

Björgunarfélag Hornafjarðar hefur veg og vanda af sýningunni. Aðgangseyrir rennur óskiptur til Björgunarfélagsins sem kemur sér vel við þau fjölmörgu verkefni sem félagið tekur að sér.
Nánari upplýsingar verða settar hér eftir því sem þær berast.

firework show - visitvatnajokull

 

Visit Vatnajökull
Visit Vatnajökull