Kvíárjökull er skriðjökull sem skríður niður sunnan við Öræfajökul. Jökullinn er fremur brattur og framan við skriðjökulinn er lítið jökullón sem hefur verið að myndast seinustu áratugi.
Umhverfið við Kvíárjökul er stórfenglega mótað af jökulöldum sem sýna hversu langt jökullinn náði í byrjun seinustu aldar. Jökulaldan austan megin við ánna Kvíá er kölluð Kambsmýrarkambur og er um 129 m hár, en vestan megin við ánna er Kvíármýrarkambur sem er um 150 m hár. Landslagið er stórbrotið og frábær staður fyrir stutt stopp á ferðalagi um ríki Vatnajökuls.