Menning og listir

Svavarssafn

Mikligarður

Höfn og nágrenni

Þórbergur Þórðarson

Þórbergssetur

Á Hala er Þórbergssetur sem að er menningarsetur helgað minningu Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar. (1888 – 1974). Hann var fæddur á Hala í Suðursveit.  Þar er veglegt safn  og minjagripasala auk veitingareksturs. Hægt er að fara um safnið með hljóðleiðsögn og njóta texta og frásagnarsnilldar Þórbergs, en einnig er er hægt að panta leiðsögn heimamanna um safnið fyrir hópa. Þórbergssetur  er opið allan daginn frá 10:00 – 18:00 en veitingahúsið er opið til klukkan 20:00 á kvöldin.

Menningarmiðstöð Hornafjarðar

Lífið á Höfn

Nýlega voru sett upp ný upplýsingarskilti á Höfn þar sem saga sveitarfélagsins er dregin fram. Á upplýsingaspjöldunum ferðumst við aftur í tímann að upphafi byggðar 1897 og skoðum lífið á Höfn fyrr á tímum. Við gerð skiltanna var stiklað á stóru í sögu Hafnar og megin þáttum samfélagsins gerð skil.

Skiltin eru 27 talsins og samhliða þeim var hannaður ratleikur fyrir fjölskylduna sem gaman er að hafa með sér þegar gengið er á milli skilta og sagan rifjuð upp. Ratleikurinn er aðgengilegur á vefsíðu Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar: mmh.hornafjordur.is.  Verkefnið var styrkt af Eignarhaldsfélagi Brunabótafélagi Íslands.