Afþreying á Suðausturlandi

Ríki Vatnajökuls býður upp á óendanlega möguleika í afþreyingu, skemmtilegar gönguleiðir og fallegt útsýni. Hægt er að fara í bátsferðir á jökullónum, kajakferðir, fjallgöngur, jöklagöngur, ísklifur, klettaklifur, snjósleðaferðir og jeppaferðir. Ríki Vatnajökuls er fyrsta svæðið á Íslandi sem býður upp á Yndisævintýraferðir/Slow Adventure.