Rababarabakan hans Dóra

Rababarabakan hans Dóra, kokksins á Pakkhúsinu

Rababari er oft vannýttur miðað við hversu mikið af honum vex. Rababari er góður í sultur, saft og jafnvel víngerð. Neðsti hlutinn af rababaranum kallast pera vegna lagsins á honum og er hann oft soðinn niður. Hérna er rababarinn notaður í böku sem er mjög góð aðferð til að nýta hann. Bökuna má frysta þegar að hún er bökuð og geyma þannig. Einnig má gera fljótlega útgáfu af bökunni með því að sleppa botninum og baka hana í eldföstu móti.

TASTE OF VATNAJÖKULL

Rababarabaka með eplum

Deigskel:

 • 220 gr. hveiti
 • 170 gr. smjör
 • 3 msk. smjörlíki
 • 1 tsk. salt
 • 1 tsk. sykur
 • 60  ml. ískalt vatn

Fylling:

 • 500 gr. rababarastilkar
 • 2 stór epli
 • 250 gr. sykur
 • 60 gr. hveiti
 • 40 gr. kókos
 • 1 msk. kanill

Deigskel:

 • 100 gr. sykur
 • 100 gr. hveiti
 • 100 gr. smjörlíki
 • 100 gr. smjör

Uppskriftin nægir í tvær deigskeljar. Deigið geymist í frysti í um það bil þrjá mánuði. Hveiti, salti og sykri er sett í moulinex skál með venjulegum hníf. Smjörið er skorið í teninga og sett í skálina og smjörlíkið er skafið ofaní. Setjið á fullan styrk í um 15 sekúndur bætið þá vatninu við og látið vélina á fullan styrk þar til að deigið vinnur sig vel saman. Skiptið deiginu í tvo parta og plastið. Deigið verður að kæla í a.m.k klukkustund áður en að það er flatt út og komið fyrir í bökumóti.

Hitið ofninn í 180°. Hreinsið stilkana vel og skerið í u.þ.b. sentimeters bita og setjið þá í skál.

Eplin eru flysjuð og kjarnhreinsuð og skorin í ögn stærri bita en rabbabarinn og bætt saman við rabbabarann. Blandið saman öllum þurrefnunum vel saman og blandið saman við eplin og rabbabarann. Komið loks blöndunni fyrir í deigskelinni og stráið afgangs þurrefnum jafnt yfir bökuna. Fyllingin á að standa svolítið uppúr bökunni.

Deigskelin yfir bökuna er einföld, sykurinn, hveitið og smjörlíkið er unnið saman í moulinex og mulið yfir bökuna. Bakið í 40-50 mínútur eða þar til að deigskelin er fallega brún og fyllingin er byrjuð að sjóða örlítið.