Jöklagöngur

SJÁ NÁNAR

Sex fyrirtæki bjóða upp á jöklagöngur á Vatnajökli. Smellið á nafn viðkomandi fyrirtækis til að fá nánari upplýsingar.

Glacier Adventure
https://glacieradventure.is/is
Sími: 571 4577
Netfang: [email protected] 

Glacier Adventure er fjölskyldufyrirtæki sem staðsett er á Hala í Suðursveit, aðeins 12 km. frá Jökulsárlóni. Við sérhæfum okkur í ferðum á svæðinu í Ríki Vatnajökuls og bjóðum upp á ýmsa náttúru upplifun á svæði sem við þekkjum vel og er í miklu uppáhaldi hjá okkur. Við bjóðum uppá persónulega þjónustu og höfum öryggið alltaf í fyrsta sæti. Það skiptir miklu máli að leiðsögumenn Glacier Adventure þekki svæðið vel og ekki síður söguna þar sem hún gefur ferðinni ákveðinn ævintýrablæ þar sem farið er yfir það hvernig var að búa í grennd við jöklana hér áður fyrr og hvernig landið hefur mótast vegna þeirra. Í okkar ævintýraferðum er ýmislegt í boði eins og fjallgöngur, jöklagöngur, íshellaskoðun, ísklifur, kajakferðar og jeppaferðar en síðan er alltaf hægt að sérsníða ferðarnar eftir þörfum hópsins og blanda saman mismunandi afþreyingu. Ferðarnar henta hverjum sem er, hvort sem það eru fjölskyldur, einstaklingar eða hópar stórir sem smáir.

Ice Guide
https://iceguide.is
Sími: 661 0900
Netfang: [email protected]

 

Glacier Travel
http://glaciertravel.is
Sími: 863 9600
Netfang: [email protected]

Local Guide
https://www.localguide.is
Sími: 894 1317
Netfang: [email protected]

Local Guide of Vatnajökull er lítið fjölskyldufyrirtæki á Suðausturlandi sem hefur verið starfrækt frá árinu 1991.
Rætur fyrirtækisins liggja í Öræfum. Fimm kynslóðir fjölskyldunnar hafa farið í leiðangra um jökulinn og fyrirtækið er nú í eigu þriðju kynslóðar jöklafara.

Local Guide býr yfir umfangsmikilli þekkingu á öllu Vatnajökulssvæðinu. Við höfum sérhæft okkur í íshellaferðum á veturna og ísgöngum á sumrin. Einnig tökum við að okkur sérferðir fyrir hópa og fjölskyldur, tindaleiðangra, klettaklifurnámskeið á Hnappavöllum, ljósmyndaferðir, gönguferðir, jeppaskutl og trúss; á Vatnajökli og í nágrenni Skaftafells, t.d. í Núpsstaðarskóg, Lakagíga og í Lónsöræfi.

Íslenskir fjallaleiðsögumenn / Icelandic Mountain Guides
http://mountainguides.is
Sími: 587 9999
Netfang: [email protected]

1994 stofnuðu fjórir ungir fjalla- og leiðsögumenn fyrirtækið Íslenska Fjallaleiðsögumenn.
Markmið þeirra frá upphafi var að fara ótroðnar slóðir með innlenda sem erlenda ferðamenn, opna augu fólks fyrir fjallaferðum, stuðla að verndun viðkvæmrar náttúru norðurslóða og að auka gæði og fagmennsku í leiðsögn. Trúir þessum markmiðum, hafa Íslenskir Fjallaleiðsögumenn staðið í farabroddi íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja í þróun nýrra ferða, umhverfismálum, menntun starfsmanna og öryggismálum.

Sem þjónustufyrirtæki leggja Íslenskir Fjallaleiðsögumenn áherslu á breidd í ferðum, allt frá hreyfihópum, utanlandsferða, auðveldra dagsferða til erfiðra heimskautaleiðangra, með mottóið – ævintýri fyrir alla – að leiðarljósi.

South East Iceland
http://southeasticeland.is
Sími: 846 6313 / 866 2318
Netfang: [email protected]

Visit Vatnajökull
Visit Vatnajökull