KOMDU MEÐ Í FERÐALAG UM RÍKI VATNAJÖKULS

Í þáttunum ferðast Ása Steinars, ferðaljósmyndari um Ríki Vatnajökuls og kynnir sér allt það sem svæðið hefur upp á að bjóða - sjón er sögu ríkari!

Þáttur 1 - Ferðalag um Skaftafell og Fjallsárlón ??

Í þessum þætti ferðast Ása um einn af hennar uppáhalds stöðum á Íslandi, Skaftafell. Hún skellir sér í ferðalag um sjálfan Vatnajökulsþjóðgarð þar sem hún miðlar skemmtilegum staðreyndum um svæðið. Við tekur bátsferð um Fjallsárlón þar sem hún fær að njóta ósnortinnar náttúru og gefst kostur á að taka einstakar myndir.

Þáttur 2 - Ferðalag um Ingólfshöfa og Hoffell ?⛰

Í þessum þætti fer Ása í skemmtilega traktorsferð til þess að komast í Ingólfshöfða en þar bíður hennar ganga upp á höfðann, fuglaskoðun og frábært útsýni. Ása lýsir ferðinni sem einstakri skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Því næst tekur við slökun í heitri náttúrulaug í Hoffelli þar sem fimm heitir pottar eru á svæðinu.

Þáttur 3 - Jöklaupplifun á Falljökli ??

Í þessum þætti er ferðinni heitið á Falljökul sem er hluti af Vatnajökli. Ása skellir sér í létta og stutta jöklagöngu þar sem hún gengur á jöklabroddum í stórbrotnum jökuldal ásamt því að segja frá skemmtilegum staðreyndum um jökulinn.

Þáttur 4 - Humarbærinn Höfn ?

Ása endar ferðalagið sitt um ríki Vatnajökuls á heimsókn á Höfn í Hornafirði. Hún fer yfir allt það sem Höfn hefur upp á að bjóða og bendir á þær náttúruperlur sem staðsettar eru í nágrenni bæjarins. Hún fer um borð í bát sem heitir Sigurður Ólafsson SF44 þar sem hún ræðir við sjálfan skipstjórann. Dagurinn endar svo á dýrindis humarveislu, enda bærinn oft kallaður humarhöfuðstaður Íslands.

Fáðu fleiri ferðahugmyndir um ríki Vatnajökuls hér!

This error message is only visible to WordPress admins
Error: There is no connected account for the user 17841401676875064.