Gjafaleikur 2021

Við elskum að gefa!

Að því gefnu ætlum við að fara af stað með magnaðan ferðagjafaleik!
Þú átt möguleika á að upplifa allt það besta sem Ríki Vatnajökuls býður upp á. 

Til að geta átt möguleika á að vinna þarf að fylgja okkur á Instagram.

Ríki Vatnajökuls skartar gríðarlegum fjölda náttúruperla sem er þess virði að heimsækja. Þar er að finna óendanlega möguleika í afþreyingu, skemmtilegar gönguleiðir og fallegt útsýni. Hægt er að fara í siglingu á jökullónum, kajakferðir, fjallgöngur, jöklagöngur, ísklifur, klettaklifur, snjósleðaferðir og jeppaferðir.

Fjölbreyttir gistimöguleikar eru í boði í ríki Vatnajökuls og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Allt frá tjaldsvæðum upp í fjögurra stjörnu hótel.

Þú verður seint svikinn þegar kemur að mat í ríki Vatnjökuls, því þar eru margir fjölbreyttir veitingastaðir sem bjóða upp á mat úr héraði. Veitingastaðir í humarbænum Höfn bjóða allir upp á humarrétti. Gleymdu ekki að smakka Vatnajökulsbjórinn sem bruggaður er úr mörg þúsund ára gömlum ís úr Jökulsárlóni og kryddaður með blóðbergi.

Það er til mikils að vinna og þú getur átt góðar stundir í Ríki Vatnajökuls með frábærum ferðafélaga.

  • Flug með flugfélaginu Ernir (RVK-Höfn-RVK)
  • Gisting á Hótel Höfn
  • Gisting með morgunmati og aðgang að heitum náttúrulaugum á Glacier world gistiheimili
  • Gisting á Lambhús smáhýsi
  • Kvöldverður á Pakkhúsinu
  • Kvöldverður á Hótel Smyrlabjörg
  • Ferð á Ingólfshöfða (einungis er fært þangað 25. maí – 10. ágúst)
  • Jöklaganga með Glacier Adventure

Merktu þann sem þig langar til að upplifa Vatnajökulsþjóðgarð með og heppnin gæti verið með ykkur.

Til að geta átt möguleika á að vinna þarf að fylgja okkur á Instagram ⬇️

#visitvatnajokull

This error message is only visible to WordPress admins
Error: There is no connected account for the user 17841401676875064.