Breiðamerkur- sandur

Við hliðina á Jökulsárlóni er staður sem færri kannast við, Breiðamerkursandur. Hann saman stendur af sandbreiðum sem eru oft skreyttar með ísjökum sem borist hafa með Jökulsá á Breiðamerkursandi að sjónum og skola svo aftur upp á sandinn með öldunum. Ísjakarnir sem minna á demanta ásamt þokunni sem leggst yfir ströndina skapa töfrandi andrúmsloft. Ís-demantarnir bjóða upp á enn stórfenglegri sjón yfir vetrar mánuðina þegar sólin rís og baðar ströndina fallegri lýsingu sem endurspeglast á ísjökunum. Að láta sig hafa biðina í myrkrinu fyrir sólarupprás er vel þess virði, þrátt fyrir nístingskulda íslensku næturinnar.