Fjallsárlón

Fjallsárlón er undurfagurt jökullón staðsett um 10 km vestur af Jökulsárlóni, á syðri brún Vatnajökuls. Fjallsjökull, brött jökultunga sem kemur niður frá Vatnajökli niður í lónið er friðsæll staður sem tilvalinn er til þess að njóta ósnortnar náttúru og til myndatöku. Á Fjallsárlóni er hægt að fara í bátaferðir og fá sér hressingu í matsölustaðnum í nágreninnu.