Fláajökull

Fláajökull er lítil jökultunga sem er í um það bil 30 mínútna fjarlægð frá Höfn. Jökullinn er stórbrotinn og frá honum liggja margar skemmtilegar gönguleiðir, þar sem hægt er að rekast á hreindýr og mikið villt fuglalíf. Fláajökull er hluti af Vatnajökli en dregur nafn sitt af orðinu  flár.
Áður fyrr hét jökulinn Mýrarjökull, Hólmsárjökull og Hólsárjökull. Þetta er sönn paradís fyrir náttúruunnendur og áhugafólk um dýralíf. 

Við bendum á að ef farið er á jökul skal það ávallt gert í fylgd með jöklaleiðsögumanni þar sem fyllsta öryggis er gætt.