Haukafell er skógræktar verkefni stofnað 1985. Síðan hefur skógurinn vaxið og dafnað og veitir nú gott skjól fyrir lægri gróður sem prýðir svæðið, aðallega berjarunna sem bera ávöxt í ágústmánuði. Svæðið er staðsett austan við Fláájökul og er vinsæll útiveru staður meðal heimamanna. Umhverfið í Haukafelli er stórbrotið og eru margar gönguleiðir í boði til þess að njóta þess sem allra best. Frá Haukafelli má finna merkta gönguleið að Fláajökli þar sem gengið er yfir nýja göngubrú yfir Kolgrafardalsá. Þar að auki er einnig vel útbúið tjaldsvæði í fallegu umhverfi í Haukafelli.