Heinaberg

Bærinn Heinaberg stóð undir Heinabergsfelli þar til hann fór í eyði um 1940. Hann hafði þá þegar einu sinni verið færður vegna jökulvatna og ágangs þeirra á bæinn. Bærinn dró nafn sitt af Heinum, en það eru klapparásar með stuðlabergi. Á þessu svæði er mikið um hreindýr og má oft sjá töluvert stórar hjarðir þeirra. Heinabergsjökull var stærstur um 1887 en þá náði hann saman við Fláajökul sem og Skálafellsjökul, en hann fór að hopa um lok 19. aldar. Þá náði lónið í Vatnsdal að þynnast, svo vatnið úr lóninu tæmdist að minnsta kosti árlega og oft voru miklar hamfarir þegar þetta gekk á, og fóru þó nokkrar jarðir í eyði. Á Heinabergslóni er boðið upp á kajakferðir á sumrin en lónið er oft ansi skrautlegt af mikilfenglegum ísjökum, og þar í kring er mikið um göngustíga, gil, fossa, ummerki eftir eldstöðvar og á góðum haust- eða vetrardegi, nokkur hreindýr.

Hnit: N64° 17.878‘, W15° 39.048‘.