Ingólfshöfði

Ingólfshöfði er klettahöfði við sjó, syðst í Öræfum, um 57 hektarar að stærð og orðinn gróinn að hluta til. Hann er um 10 kílómetra suður af Fagurhólsmýri. Ingólfshöfði var friðlýstur sem friðland árið 1974 en bændur í Öræfum mega nytja hann. Höfðinn var eyja en hefur í dag tengst landi með sandi sem Skeiðará bar fram. Eins og nafnið segir til um, dregur höfðinn nafn sitt af Ingólfi Arnarsyni sem er sagður hafi komið þar á land að vetri til og verið þar sinn fyrsta vetur á Íslandi eftir að hann kom hingað til lands alkominn. Minnimerki er á höfðanum um Ingólf og eiginkonu hans, Hallveigu. Yfir sumartímann er í boði að fara í ferðir út í höfðann á heyvagni sem dreginn er af traktor og skoða þar fjölbreytt fuglalíf en þar er meðan annars hægt að sjá lunda, álku, fýl, langvíg og skúm svo einhverjar tegundir séu nefndar. Gaman er að nefna að hægt er að sjá rústir af verbúðum í höfðanum, einnig er þar viti, skipbrotsskýli og radíóviti.

Hnit:  N63° 48.101‘, W16° 38.207‘. °