Jökulsárlón

Jökulsárlón er með vinsælustu og þekktari náttúruperlum sýslunnar, en þar renna Breiðamerkurlón og Jökulsárlón í eitt lón og oft er mikil dýrð að horfa á ísjakana fljóta um á lóninu. Jakarnir fljóta niður lónið og í Atlantshafið en berast oft upp á fjöruna fyrir neðan. Landslagið markast af svörtum sandfjörum og jökulöldum. Lónið er að hluta blandað sjó vegna þess að þar gætir flóðs og fjöru, við það rennur sjórinn inn í lónið. Þetta orsakar einnig að lónið frýs síður og lónið er vinsælt hjá selum og fuglum.
Á Jökulsárlóni er rekin matsala/þjónustumiðstöð fyrir gesti, auk salerna á vegum Vatnajökulsþjóðgarðs. Hjólabátaferðir og Zodiac ferðir eru í boði á lóninu auk kajakferða.
Til gamans má geta að nokkrar erlendar kvikmyndir hafa verið teknar á og við Jökulsárlón, t.d Tomb Raider. Beowolf, Grendel, Batman Begins og James Bond myndirnar Die another Day og A view to kill.

Hnit: GPS N64° 02.899‘, W16° 10.795‘.