Lónsöræfi

Í Lóni, austasta hluta svæðisins, liggja Stafafellsfjöll sem liggja inn  Lónsöræfum. Lónsöræfin einkennast af tilkomumiklum líparít fjöllum, með klettóttum gljúfrum og öðru bergi sem saman skapa stórfenglegt sjónarspil lita.  Svæðið er einnig gróskumikið og líklegt er að koma auga á hreindýr í djúpum dölunum. Hægt er að velja úr ýmsum gönguleiðum sem gera Lónsöræfi tilvalin fyrir göngufólk. Vert er þó að hafa í huga að það getur verið snúið að komast þangað og mælt er með að afla sér upplýsinga staðkunnugra áður en lagt er af stað.