Skaftafell

Skaftafell í Öræfum var einn afskekktasti staður Íslands þangað til snemma á áttunda áratugnum þegar síðasta jökuláin yfir Skeiðarársand var brúuð og þar með hringvegurinn fullbúinn. Skaftafell sem er þekkt sem einn fallegasti staður Íslands með áhugaverðar andstæður í náttúrunni svo sem hvíta jökla, svarta sanda og græn engi, er algjör nauðsyn að heimsækja á ferð um Vatnajökulshérað. Skaftafell er ein skærasta stjarna Vatnajökulsþjóðgarðs og hefur að geyma margvíslegar gönguleiðir sem leiða göngufólk um stórbrotna náttúru.  

Þar að auki er vel búin upplýsingamiðstöð í Skaftafelli þar sem gestir geta nálgast hagnýtar upplýsingar um afþreyingu og gististaði á svæðinu.