Skeiðarársandur

Skeiðarársandur er sandflæmi undan Skeiðarárjökli sem nær alveg til sjávar, og sandurinn myndaðist að mestu af jökulám. Mörg jökulhlaup hafa orðið á svæðinu en þau eiga þá upptök sín í Grímsvötnum. Eitt stærsta hlaup aldarinnar var Skeiðarárhlaupið árið 1996. Mikið tjón varð á vegum og brúarmannvirkjum við Skeiðarársand í hlaupinu sem óx hraðar og var meira en menn höfðu áður þekkt. Brúin yfir Skeiðará er nú ekki notuð lengur þar sem Skeiðará breytti um farveg, heldur hefur verið lagður nýr vegur og brú við hlið hennar og þar rennur Morsá nú. Frekar gróðursnautt var á sandinum, en frá síðustu aldamótum hafa birkitré náð undraverðri útbreiðslu og skógur hægt að myndast. Vinsælt hefur verið hjá selum, sér í lagi landsel og útsel sem kæpa við ströndina og er sandurinn einnig eitt stærsta varpsvæði skúms á landinu. Á árum áður voru oft skipsströnd á þessu svæði, en ekki í seinni tíð. Fyrsta skipsbrotsmannaskýlið hérlendis var byggt árið 1904 og á Skeiðarársandi.
Hnit: GPS N63° 57.650‘, W17° 10.938‘.