Vatnajökull

Vatnajökull er stærsti jökull Íslands og Evrópu, hann leggur undir sig um 8% af landsvæði Íslands, eða um 7,800 ferkílómetra. Þjóðgarðurinn í Skaftafelli rann saman við Vatnajökulsþjóðgarð sem var stofnaður 7. júní 2008.
Hæsti punktur jökulsins er Hvannadalshjúkur sem er vinsælt að ganga á Hnúkinn en hann er 2110 metrar á hæð. Vatnajökull er innan Vatnajökulsþjóðgarðs sem var nýlega settur á heimsminjaskrá UNESCO. Vatnajökull hefur um 30 jöklabreiður sem heita allar mismunandi nöfnum, og enda allar á “jökull” en tilheyra þó Vatnajökli. Starfsmenn í Vatnajökulsþjóðgarði og landverðir starfa allt árið við að halda þjóðgarðinum við og passa upp á landsvæðið. Það er margt að skoða í þjóðgarðinum og margir aðilar á svæðinu sem bjóða upp á jöklagöngur, ísklifur, sleðaferðir, jeppaferðir og svo íshellaferðir þegar yfir veturinn. Svæðið er sérlega áhugavert fyrir þá sem sem hafa áhuga á náttúrufræði, margar gönguleiðir eru í boði og gaman er að gista á tjaldstæðinu.