Brunnhóll

Heimagerður Jöklaís á Brunnhóli sem fæst nú líka í Omnom útgáfu

Brunnhóll er fjölskyldurekið gistihús sem leggur mikið upp úr persónulegri þjónustu. Það er staðsett 50 km austur af Jökulsárlóni og 30 km vestan við Höfn í Hornafirði. 

Brunnhóll opnaði glæsilegan veitingasal árið 2011 með útsýni að Vatnajökli, sem er í aðeins 6 km fjarlægð. Öll uppbygging hefur miðast við gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Áður voru veitingar bornar fram á heimili eigendanna en með opnun veitingasalarins urðu veitingar mikilvægur hluti af rekstrinum. Jöklaís er heimalagaður rjómaís, sem framleiddur er og seldur á býlinu. Með aukinni eftirspurn og tilkomu Jöklaíss var þörf á meira rými. Við hönnun nýs veitingasalar var sem fyrr mikil áhersla lögð á góða aðkomu fyrir hreyfihamlaða.

Omnom réttur Brunnhóls er hátíðarútgáfa af Jöklaís, sem borinn er fram í glasi á fæti. Fíflaísinn er einstakur og óvíða fáanlegur annars staðar en á Brunnhóli. Þau völdu að hafa kúlu með hlutlausu bragði, þ.e. með vanilluís sem gefur þó færi á að gestir geti valið aðrar bragðtegundir.  Með þessu völdu þau svolítið afgerandi bragð af súkkulaði, þ.e. kaffi og lakkrís í plötur til skreytinga. Síðan koma nokkrar stökkar súkkulaðikúlur til að brjóta upp útlitið í glasinu.

Leiksvæði er fyrir börn, minigolf og fallegt útsýni þegar setið er inni í veitingasalnum eða á bekkjum fyrir utan húsið. Einstakt útsýni til jökla.