Hafnarbúðin

Hafnarbúðin býður upp á chili con carne með Omnom Nicaragua

Hafnarbúðin er rótgróinn og líflegur „diner“ við höfnina á Höfn sem býður upp á skemmtilegan og fjölbreyttan matseðil í anda amerísks „diners“ með íslensku ívafi. Meðal annars bjóðum við upp á humarlokur, fisk og franskar, borgara, ís, sjeik og dásamlegan morgunverð alla daga. Sama fjölskyldan hefur rekið staðinn frá árinu 1991 svo það er líklegt að gestir hitti þar þrjár kynslóðir sem vinna saman að því að gera staðinn að því sem hann er.

Omnom réttur Hafnarbúðarinnar er chili con carne með Nicaragua.
Við í Hafnarbúðarfjölskyldunni elskum chili og það ríkti nett samkeppni um besta chili réttinn innan hennar. Sigurvegari chilisins þessa dagana er tvímælalaust chili con carne toppað með súkkulaði. Þegar samstarf við Omnom bar á góma kviknaði löngun til að leyfa fleirum að njóta chilisins okkar.

Sítrónuystingskaka (e. lemon curd cake) með hindberjaís toppuð með lakkrís- og hindberjasúkkulaðinu frá Omnom. Okkur langaði að bjóða upp á eitthvað sumarlegt og ferskt þar sem súkkulaðið setur punktinn yfir i-ið.

Við erum staðsett við höfnina á Höfn á aðra hönd og frábæran göngustíg sem liggur út í Ósland, fólkvanginn okkar á Höfn og í raun meðfram öllum bænum. Stígurinn býður upp á eina þá stórbrotnustu jöklasýn sem um getur. Einnig geta áhugasamir stjörnufræðingar haft gaman af því að fræðast um sólkerfið sem er hluti stígsins.