Kaffi Hornið opnaði í maí 1999. Það er staðsett í hjarta Hafnar í Hornafirði og býður upp á fyrsta flokks hráefni úr héraði. Matseðillinn er fjölbreyttur en þar má finna ferskt sjávarfang, lamba- og nautakjötsrétti auk grænmetisrétta og girnilegs salats með kjúklingi eða humri. Súpa er borin fram daglega með heimagerðu brauði og salati.
Súkkulaði brownie með Omnom súkkulaði er nýjung á matseðli. Hver elskar ekki gott súkkulaði? Í súkkulaðikökuna notast þau við mjólkursúkkulaði og dökkt súkkulaði. Til hliðar er súkkulaðimús sem gerð er úr mjólkursúkkulaði og súkkulaði með lakkrís og sjávarsalti, geggjuð mús. Brennt hvítt súkkulaði er notað sem skraut á diskinn ásamt ís og ávöxtum.
Það er stórkostleg upplifun að kíkja úti Ósland og njóta útsýnisins, jöklasýnin er ómótstæðileg í geggjuðu veðri. Að kíkja við upp á Almannaskarð hjá útsýnisskífunni og horfa yfir svæðið er líka algjörlega magnað. Einnig er upplagt að fara í sund og byggja upp matarlystina þar sem dásamleg matarlykt frá Kaffi Horninu ilmar.