Ósinn á Hótel Höfn

Tartar úr Omnom súkkulaði með Jöklaís á Ósnum á Hótel Höfn

Upphaflega var Ósinn grillstaður sem seldi pizzur og fleira sem sameinaðist svo hótelinu þegar eigendur Óssins keyptu það á sínum tíma í kring um aldamótin. Í dag er Ósinn staðsettur í móttöku Hótel Hafnar og tekur tæplega 50 gesti í sæti. Ósinn er hlýlegur staður sem býður upp á gott úrval rétta úr úrvalshráefnum. Á matseðlinum má finna girnilega humarrétti úr hornfirskum humri, auk kjöt- fisk- og grænmetisrétta.

Omnom rétturinn okkar er súkkulaði og karamellu tartar sem er borinn fram með Jöklaís. Við völdum að gera þennan rétt þar sem þetta er fyrst og fremst klassískur réttur sem ætti að ganga fyrir hvern sem er. Svo má ekki gleyma því að það er ekki súkkulaði tart á öllum matseðlum landsins, þannig að þetta er nýtt og spennandi fyrir gesti og gangandi.

Við mælum með því að fólk njóti fegurðarinnar sem Hornafjörður hefur upp á að bjóða, hvort sem það um er að ræða í kyrrðinni sem fylgir því að vera hér á Höfn, fólkinu sem býr hér og vinnur eða jöklunum og annarri náttúrufegurð sem Hornafjörður hefur uppá að bjóða