Café Vatnajökull

SJÁ NÁNAR

FLOKKUR

Kaffihús

Opið

Allt árið

Máltíðir

Kaffi, Samlokur

Tags

Öræfaferðir- Frá fjöru til fjalla er lítið ferðaþjónustufyrirtæki sem rekið er af fjölskyldunni á Hofsnesi í Öræfum. Eigendur fyrirtækisins eru Einar Rúnar Sigurðsson (fæddur og uppalinn í Öræfum) og eiginkona hans Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir.

Samhliða ferðaþjónustunni rekur fjölskyldan kaffihúsið – Café Vatnajökull – á Fagurhólsmýri og var þessi fyrrum kaupfélagsverslun hjarta samfélagsins í áratugi. Kaffihúsið okkar er ævintýri í sjálfu sér og hér getur þú hitt heimamenn, séð og keypt fjölskylduafurðir og fengið nýmalað íslenskt kaffi og heimabakaðar kræsingar. Við erum líka með útivistarhorn þar sem við seljum t.d. Scarpa skó, húfur, vettlinga og fleira. Kaffihúsið er skreytt með ljósmyndum úr smiðju fjölskyldunnar sem og heimasmíðuðum húsgögnum úr rekaviði.

Kíktu í kaffi og upplifðu sérstakt andrúmsloft í fallegu umhverfi Vatnajökuls.

Upplýsingar

Sími: 894 0894

Netfang: [email protected]

Skoða vefsíðu
Visit Vatnajökull
Visit Vatnajökull