Hörfandi Jöklar – Skaftafell – Fræðsluganga

06/09/2020 - 08/18/2020

Í sumar býður Vatnajökulsþjóðgarður upp á fræðslugöngur með landverði um hörfandi jökla í Skaftafelli frá 9. júní til 18. ágúst.

Í Vatnajökulsþjóðgarði blasa við margs konar ummerki um jöklabreytingar sem nú verður vart víða á jörðinni sökum hlýnunar lofthjúpsins af mannavöldum. Í þjóðgarðinum má m.a. finna hliðstæður við hinar hröðu jöklabreytingar á stórum ísbreiðum heimskautasvæðanna, á Grænlandi og Suðurskautslandinu.

Landvörður tekur á móti gestum á hverjum degi við Skaftafellsstofu kl. 13:30 og verður gengið inn að Skaftafellsjökli. Á leiðinni verður stoppað á völdum stöðum þar sem landvörður segir frá þeim áhrifum sem jöklar hafa á landslagið og hvernig við höfum áhrif á jöklana. Gangan er létt og tekur um eina og hálfa klukkustund. Það eru að sjálfsögðu allir velkomnir sem vilja og er dagskráin gjaldfrjáls.

Frítt
Visit Vatnajökull
Visit Vatnajökull