Barnastund

07/02/2020 - 08/13/2020
Landvörður tekur á móti börnum klukkan 14 í Gömlubúð alla fimmtudaga frá 2. júlí – 13. ágúst og fer yfir ýmislegt tengt náttúru, jöklum eða fuglalífi og kynnir þeim fyrir starfi landvarða. Ef veður leyfir verður farið í stutta gönguferð og svo farið aftur inn í Gömlubúð. Áætlaður tími eru 2 klukkustundir.
Barnastundir eru ætlaðar börnum á aldrinum 6-10 ára en ekkert mál ef að yngri börn vilja koma með en verða þá að vera í fylgd með fullorðnum.
Hægt er að skrá þáttöku hér á þessum viðburði en einnig er hægt að senda tölvupóst á [email protected]. Þáttaka er ókeypis.
Visit Vatnajökull
Visit Vatnajökull