Sambúð Manns og Náttúru – Skaftafell – Fræðsluganga

06/09/2020 - 08/18/2020

Í sumar býður Vatnajökulsþjóðgarður upp á fræðslugöngur með landverði um samband manns og náttúru í Skaftafelli frá 9. júní til 18. ágúst.

Nábýli við stórbrotna og fjölbreytta náttúru mótar mannlíf og menningu svæða á margvíslegan hátt. Skaftafell var stórbýli og þingstaður til forna. Snemma á öldum var staðurinn kirkjujörð og síðar konungsjörð. Bæjarhúsin stóðu fyrrum niðri á sléttlendinu við brekkuræturnar og sér enn til tófta austan við Eystragil sem heita Gömlutún. Vegna ágangs Skeiðarár fóru tún smám saman undir sand og á árunum 1830-1850 var bústaðurinn fluttur um 100 metrum hærra upp í brekkuna.

Landvörður tekur á móti gestum alla daga nema miðvikudaga við Skaftafellsstofu kl. 10:30 enn kl 18:30 á miðvikudögum. Gengið verður um menningarminjar í Skaftafell þar sem stoppað verður á völdum stöðum og rætt um menningu, sögu og samspil náttúrunnar. Gangan er létt og tekur um tvo tíma. Það eru að sjálfsögðu allir velkomnir sem vilja og er dagskráin gjaldfrjáls.

Frítt
Stækka mynd
Visit Vatnajökull
Visit Vatnajökull