Árnanes sveitahótel

SJÁ NÁNAR

TEGUND

Hótel

Opið

1. maí - 31. október

Árnanes er notalegt fjölskyldurekið sveitahótel við þjóðveg nr 1. Það er staðsett í 6 kílómetra fjarlægð frá Höfn í Hornafirði  þar sem mikið útsýni er til fjalla og jökla sem á fáa sína líka á björtum degi. Að baki rís seiðandi ísveröld Vatnajökuls, en úr suðri berst þungur dynur frá úthafsöldunni þar sem hún fellur á svarta sanda.

Gisting er í 6 aðskildum húsum, þar af eru 18 herbergi með sérbaði og 4 herbergi með sameiginlegri snyrtiaðstöðu. Árnanes er einunigs um 150 m frá þjóðvegi nr. 1. Þráðlaust internet og morgunmatur er innifalinn.

Gestum er boðið að fá reiðhjól í láni. Silungsveiði er skammt frá og golfvöllurinn Silfurnesvöllur er staðsettur við Höfn.

Í Árnanesi er veitingastaður og bar, á matseðlinum eru réttir úr hráefni sem flest er upp runnið innan sveitarinnar.

Hestaleiga er starfrækt í Árnanesi, boðið er upp á styttri hestaferðir, frá 1-4 klukkutíma ferðir um mikilfenglega náttúru Hornafjarðar. Leiðsögumaðurinn er heimamaður sem hefur mikla reynslu af leiðsögn á svæðinu sem og við tamningu og þjálfun hesta. Hestaleigan býður upp hesta fyrir alla hópa, hvort sem um byrjendur eða reynslumikla knapa sé að ræða. Sími hjá hestaleigunni er: 844 0804

Árnanes er miðsvæðis í gróðursælli sveit í nábýli við jökulfljót og ísheim Vatnajökuls.

 

Upplýsingar

Sími: 478 1550
Sími: 896 6412

Netfang: [email protected]

Skoða vefsíðu
Visit Vatnajökull
Visit Vatnajökull