TEGUND
Gistiheimili
Opið
Allt árið
Dilksnes er á nesinu milli Skarðsfjarðar að austan og Hornafjarðar að vestan. Land jarðarinnar er hæðótt með mýrarsundum á milli, frjósamt og grasgefið. Mjög víðsýnt er af hólunum og blasir þar við fjallahringur Hornafjarðar frá Horni til Öræfajökuls ásamt Skarðsfirði, Hornafirði og fjörunum. Mikið fuglalíf er í Dilksnesi, sérstaklega í votlendinu á fitjunum og við fjörðinn.
Aðaláhersla er á ræktun trjáa, runna, fjölærra blóma og sumarblóma, einnig eru ræktaðar kálplöntur og krydd.
Nú eru í ræktun um 100 tegundir og kvæmi af trjám og um 150 tegundir af fjölærum blómum auk allra algengustu tegunda sumarblóma, kálplantna og kryddjurta.