TEGUND
Hótel
Opið
Allt árið
Systurnar Svava og Ólöf Sverrisdætur og eiginmenn þeirra, Árni Stefánsson og Þórhallur Dan Kristjánsson, voru frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Hornafirði. Þau byggðu Hótel Höfn af mikilli framsýni og myndarbrag. Hótelið var tekið í notkun að hluta
1. október 1966 og að fullu 17. júní árið síðar.
Á árunum 1995-2015 var hótelið rekið af ýmsum aðilum en nýir eigendur tóku við rekstrinum 2016 og hafa lagt mikinn metnað í að gera hótelið upp.
Morgunverður
Við erum stolt af morgunverðinum okkar þar sem boðið er upp á fjölbreytt og girnilegt hlaðborð. Bakað er á staðnum og er tilvalið að njóta morgunverðarins með jöklaútsýninu.
Notalegt og fallegt
Miklar endurbætur hafa átt sér stað frá því nýir eigendur tóku við rekstri Hótels Hafnar 2016 og vorið 2018 munu öll 68 herbergi hótelsins vera uppgerð. Falleg og stílhrein herbergi með þægilegum rúmum og mjúkum rúmfötum. Halla Bára Gestsdóttir innanhúshönnuður hafði veg og vanda af endurbótum á Hótel Höfn og hönnun nýrra herbergja.
Herbergin á Hótel Höfn eru 12-18 fermetrar að stærð og við vonum að hlýjar móttökur ásamt fallegu jöklaútsýni og bragðgóðum mat bæti upp fyrir stærðina. Engin lyfta er á Hótel Höfn en við hjálpum gestum gjarnan að bera farangur inn á herbergin.
Erum með veitingastaðinn Ósinn inn á Hótelinu.
Opið er í sumar á Ósnum frá 16-22 (Eldhús lokar 21:30) happy Hour milli 16 og 18 en vetrar opnun er 17-22 (Eldhús lokar 21:30).