Glacier World gistiheimili

SJÁ NÁNAR

TEGUND

Gistiheimili

Opið

Allt árið

Boðið er uppá morgunverð (ekki innifalið í verði)
Netfang: [email protected]
Símanúmer: 478 1514, 894 5566

Glacier World í Hoffelli er rótgróið fjölskyldufyrirtæki, við erum með gistiheimili og heitar laugar. Heitu náttúrulaugarnar okkar eru umkringdar fjöllum og jökli. Það er fullkomið að liggja og njóta náttúru Íslands með útsýni yfir Hoffellsjökul, skriðjökul frá Vatnajökli, og safna orku eftir langt ferðalag.
Á gistiheimilinu okkar bjóðum við uppá gistingu í endurgerðum húsum með útsýni fyrir Hoffellsjökul. Við bjóðum upp á tvenns konar herbergi, með sér baði og með sameiginlegum. Boðið er upp á 21 herbergi í heildina og eru 8 af þeim með sameiginlegu baði. Herbergin með sér baði eru svo í húsum uppgerðum húsum. Annað húsið er gömul hlaða sem gerð var upp 2014. Þar er að finna 8 herbergi, morgun- og kvöldverðarsal og sýningarsal. Hitt húsið er gamla fjósið í Hoffelli en það var klárað 2015.
Í fjárhúsunum sem innangengd úr hlöðunni er morgunverðarsalur með dásamlegu útsýni.
Innifalið í gistingunni er aðgangur að heitu laugunum.
Einnig eru gönguleiðir sem eru stikaðar í umhverfi Hoffellsjökuls fyrir þá sem vilja.
Endilega hafið samband til þess að fá nánari upplýsingar.

Heitu laugarnar í Glacier World – Hoffelli
Þar sem náttúran nærir hugann – á vel við þegar talað er um heitu laugarnar í Hoffelli. Hér er tilvalið að gefa sér góðan tíma til að slaka á og njóta náttúrunnar eins og hún gerist best. Að liggja í heitu laugunum og drekka í sig orkuna úr jöklinum er upplifun sem ekki er hægt að finna annars staðar.

Í landi Hoffells sameinast þessar frábæru andstæður, eldur og ís. Hér fannst heitt vatn í jörðu árið 2000, í upphafi var sett 40 fm2 fiskikar svo að vatnið myndi ekki fara allt til spillis og gátu þá krakkarnir á bæjunum og vinnumennirnir sem boruðu eftir vatninu skellt sér í karið. Með árunum spurðist þetta síðan út og höfum við fjölskyldan í Hoffelli byggt upp þessa aðstöðu. Hér eru nú fimm pottar útbúnir úr fiskikörum, staðsettir undir tignarlegum kletti kallaður Arnarbæli. Útisturta, klefar og salerni fyrir gesti.

Opnunartími: 10:00-21:00, alla daga (nema annað sé auglýst)
Aðgangseyrir: 1.000 kr (frítt fyrir börn 8 ára og yngri)

Upplýsingar

Sími: 478 1514
Sími: 894 5566

Netfang: [email protected]

Skoða vefsíðu
Visit Vatnajökull
Visit Vatnajökull