Gistiheimilið Hólmur

SJÁ NÁNAR

TEGUND

Gistiheimili

Opið

Allt árið

Ferðaþjónustan í Hólmi er fjölskyldufyrirtæki rekið af okkur   Guðrúnu,  Magnúsi  og fjölskyldu okkar.
Árið 2005 byrjuðum við með gistingu hér  í gamla íbúðarhúsinu á staðnum og bættum þeim rekstri því við hefðbundinn búskap sem fyrir var. Síðar  hófum við að endurgera gamla fjósið hér og opnuðum þar veitingaaðstöðu  í ágúst 2010.
En árið 2015 gerðum við stærri veitingastað  Jón Ríki, þar sem áður var vélageymsla og verkstæði  og breyttum fjósinu í 3 fjölskylduherbergi.

Sagan:
Árið 1951 keyptu hjónin Guðjón Arason og Margrét Sigurðardóttir jörðina Hólm á Mýrum. Í byrjun búskapar þeirra byggðu þau nýtt íbúðarhús á grunni eldra húss sem var frá þí um 1920. Seinna byggðu þau fjós og fjárhús og ráku blandaðann búskap. Gamla íbúðarhúsið er nú notað sem gistiheimili.
1985 til 1992 bjuggum við félagsbúi með með Guðjóni og Margréti. Og árið 1992 keyptum við Guðrún og Magnús eigendur Hólms jörðina af þeim.

Við endurbyggingu gamla íbúðarhússins og val húsgagna höfum við reynt að stíla inná tímann frá 1960-1970, og með því jafnframt að skapa stemmingu bóndabæjar frá þeim tíma.

Upplýsingar

Sími: 478 2063
Sími: 861 5959

Netfang: [email protected]

Skoða vefsíðu
Visit Vatnajökull
Visit Vatnajökull