TEGUND
Gistiheimili
Opið
Allt árið
Skálafell er sveitabær mitt á milli Hafnar og Jökulsárlóns og er kjörin staðsetning fyrir ferðamenn sem hyggjast skoða ríki Vatnajökuls.
Aðeins eru 3 km. í
Gistiheimilið Skálafell býður upp á eins, tveggja og þriggja manna herbergi með sér eða sameiginlegu baðherbergi.
Boðið er upp á mat úr héraði og áhersla er lögð á góðan heimilismat.
Gott andrúmsloft mætir gestum gistiheimilisins.
Falleg merkt gönguleið í nágrenninu sem er innan þjóðgarðs og aðeins 45 mínútna gangur að rótum Vatnajökuls. Skálafell er í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð um upplýsingagjöf.
Í aðeins þriggja kílómetra fjarlægð frá Skálafelli er farið í skipulagðar ferðir á Vatnajökul.
Skemmtileg staðreynd um Gistiheimilið Skálafell
Jón Eiríksson, einn mesti baráttumaður fyrir sjálfstæði Íslands var fæddur á Skálafelli. Minnismerki um hann stendur neðan við Skálafell við þjóðveg 1.
Svæðið umhverfis Skálafell er með fyrstu jörðum í einkaeigu til að verða hluti af Vatnajökulsþjóðgarði.