TEGUND
Gistiheimili, Hótel
Opið
Allt árið
Á gistiheimilinu á Hala eru 35 tveggja og þriggja manna herbergi með baði. Auk þess eru til útleigu tvær íbúðir með svefnrými fyriri 4 -5 og góðri eldunaraðstöðu. Opið er allt árið
Gistiheimilið Hali er fjölskyldufyrirtæki þar sem eigendur Fjölnir Torfason og Þorbjörg Arnórsdóttir leggja sig fram um að taka vel á móti gestum og kynna þeim staðinn. Í veitingahúsinu á Þórbergssetri sem að gistiheimilið rekur er boðið er upp á morgunverð og kvöldverð og á borðum er meðal annars matur beint frá býli svo sem Halalamb og kjötsúpa og mismunandi bleikjuréttir. Á morgunverðarborðinu er heimagerð kæfa, bjúgu og jafnvel stundum heimareykt hangikjöt og rúllupylsa.
Skemmtilegar gönguleiðir eru í nágrenni Hala og margs konar afþreying í boði. Má þar nefna jöklagöngur og gönguferðir með leiðsögn frá Hala með fyrirtækinu Glacier Adventures og aðeins eru 13 kílómetrar að Jökulsárlóni, þar sem eru bátsferðir og kajaksiglingar. Skemmtilegt er að ganga um Fellsfjöru, sem erlendir ferðamenn hafa gefið nafnið Demantsfjara vegna glitrandi ísmola er velkjast um í fjöruborðinu og reka gjarnan upp svartan fjörusandinn.
Á Hala er Þórbergssetur sem að er menningarsetur helgað minningu Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar. (1888 – 1974). Hann var fæddur á Hala í Suðursveit. Þar er veglegt safn og minjagripasala auk veitingarrekstur. Hægt er að fara um safnið með hljóðleiðsögn og njóta texta og frásagnarsnilldar Þórbergs, en einnig hægt að panta leiðsögn heimamanna um safnið fyrir hópa. Þórbergssetur er opið allan daginn frá 10 – 18 en veitingahúsið er opið til klukkan 20 á kvöldin.
Pantanir eru í síma 4781073 eða 8672900,eða á netfangið [email protected]. Einnig er opin bókunarsíða á www.hali.is og hægt að bóka þar beint á vefnum