Þórbergssetur

SJÁ NÁNAR

FLOKKUR

Veitingastaður

Opið

Allt árið

Máltíðir

Tags

Í Þórbergssetri er þægilegur veitingasalur með vínveitingaleyfi og sæti fyrir 80 – 100 manns. Hægt er að fá veitingar alla daga allt árið um kring. Yfir daginn er alltaf  kaffi á könnunni og  heimabakað brauð og kökur, en einnig  kjötsúpa og ýmsir smáréttir m.a. úr Jöklableikju frá Hala.

Á sumrin er í gildi matseðill fyrir hópa og einstaklinga á sanngjörnu verði í hádeginu, kjötsúpa, bleikjuréttir og kaffi. Nauðsynlegt er að panta í síma 478 1078 eða á netfangið [email protected]

Á kvöldin frá kl 18:30 – 21 er hægt að fá kvöldmat alla daga. Á matseðli er hefðbundinn íslenskur matur, bleikja, lambakjöt og rabbabaragrautur. Frá 20. júní til 20. ágúst er hlaðborð á sanngjörnu verði. Panta þarf sérstaklega mat fyrir hópa í síma 478 1078 eða á netfangið [email protected]

Heimamenn eru ávallt reiðubúnir að ræða við gesti og veita fræðslu og upplýsingar um umhverfi, náttúru og mannlíf

Hægt er að panta upplestur úr verkum Þórbergs undir borðum.

Velkomin í Suðursveit

Upplýsingar

Sími: 478 1078
Sími: 867 2900

Netfang: [email protected]

Skoða vefsíðu
Visit Vatnajökull
Visit Vatnajökull