TEGUND
Smáhýsi
Opið
Júní - september
Í Lambhúsum er boðið upp á gistingu í smáhýsum yfir sumarið. Þau eru staðsett við bæinn Lambleiksstaði, miðsvæðis í Hornafirði. Þetta er kjörinn staður fyrir náttúruunnendur sem leita eftir óspilltri náttúru og sveitasælu. Á bænum eru hestar, hænur og hundur.
Við bjóðum upp á einfalda en notalega gistingu í smáhýsum sem rúma allt að 4 manns. Þau henta vel fyrir fjölskyldur og smáhópa. Öll húsin eru búin eldhúskrók, eldavélarhellum, nauðsynlegum eldhúsáhöldum, tvíbreiðum kojum, sérbaðherbergi og þráðlausu neti. Í stærri húsunum er auk þess svefnsófi. Frá húsunum er stórbrotið útsýni til skriðjökla Vatnajökuls
Mögulegt er að ganga frá Lambhúsum að Fláajökli. (10 km) Á leiðinni eru góð skilyrði til fuglaskoðunar og áhugavert að kanna hvernig jökulssporðurinn hefur mótað landið í aldanna rás.
Boðið er upp á fjölbreytta afþreyingu í nágrenni Lambhúsa, þar á meðal er veitingastaður og brugghús á Hólmi, heitir pottar í Hoffelli, jöklaferðir á Skálafelssjökli, bátsferðir á jökulónum og fjölmargar gönguleiðir í Vatnajökulsþjóðgarði.