SÚKKULAÐI
NJÓTTU Í RÍKI VATNAJÖKULS
Ríki Vatnajökuls hefur löngum verið rómað fyrir einstaka náttúrufegurð og dýrindis matargerð, enda er svæðið ríkt af hágæða hráefnum til matargerðar.
Í sumar ætla veitingaaðilar Ríkis Vatnajökuls að bjóða matgæðingum og súkkulaðiunnendum í sannkallað súkkulaðiferðalag þar sem að þeir bjóða upp á súkkulaðirétti úr hágæða súkkulaði frá Omnom.