Aðrar upplýsingar

Bátsferðir í Jökulsárlóni og Fjallsárlóni eru í boði yfir sumartímann, frá maí – september. Tímabilið getur hafist aðeins fyrr og staðið fram í október, en það fer eftir veðri. Yfir vetrartímann frýs vatnið á lónunum og þá er ekki hægt að sigla á þeim.

Íshellatímabilið hefst í lok október eða byrjun nóvember og endar í lok mars. Það fer eftir hitastigi hvenær óhætt er að fara í íshellana og yfir sumartímann er hættulegt að fara í íshellana því það getur hrunið úr hellunum í hlýindum. Ferðamenn ættu aðeins að fara í slíkar ferðir með leiðsögumönnum.