Veður og færð

Veður

Á heimasíðu Veðurstofunnar (vedur.is) má finna nýjustu veðurspá, langtímaspá, norðurljósaspá og margt fleira. Einnig býður Veðurstofan upp á einfalt app og finna má allar upplýsingar um það hér.

vegagerdinlogo

Vegagerðin

Á vefsíðu Vegagerðarinnar má nálgast rauntímaveður og ástand vega.
Einnig er hægt að hringja í 1777 og fá upplýsingar símleiðis.

Safetravel

Ef ferðast á um óbyggðir Íslands þarf alltaf að undirbúa ferðalagið vel og passa að einhver þekki ferðaáætlun þína. Frekari upplýsingar um eru á vefsíðu Safe Travel, www.safetravel.is

 

Ekið með Elfis

Hér eru kennslumyndbönd  með Elfis um akstur á Íslandi. Þó Íslendingar viti flestir hvernig á að haga umferð á þjóðvegum landsins sakar aldrei að rifja upp nokkur atriði eins og t.d. að aka í lausamöl.

Veður á Íslandi breytist hratt og er mikilvægt að skoða veðurspá áður en lagt er af stað í ferðalag. Akstursaðstæður á Íslandi geta verið mjög misjafnar og oft er það veðráttan sem  stýrir för. Mikilvægt er að skoða veðurspár áður en lagt er af stað í ferðalag. Akstursskilyrði eru yfirleitt mjög góð frá apríl til nóvember, en yfir vetrartímann geta aðstæður verið erfiðari og þarf þá að fara gætilega.

Góða ferð.

Ef þú ætlar að keyra á hálendinu mælum við eindregið með að nota fjórhjóladrifin bíl (4×4), en hafa skal í huga að allur akstur utan vegar er stranglega bannaður þar sem það getur valdið skemmdum á viðkvæmum gróðri einnig er hægt að fá háa sekt fyrir það. Munið að kynna ykkur aðstæður á hálendisvegum og hvort þeir séu opnir.

Árstíðir og loftslag

Vegna hlýnunar Golfstraumsins er hlýrra á Íslandi en nafnið gefur til kynna. Sumrin eru stutt en björt. Meðalhiti á Íslandi í maí til september er 10-12 °C . Á heitum sumardegi getur hitastigið orðið um  20°C. Á veturna er meðalhiti um frostmark. Þetta þýðir að hitastigið getur farið yfir 0° C yfir vetrartímann og rignt fremur en snjóað. Hins vegar getur veðrið breyst mjög hratt og er ófyrirsjáanlegt og því þurfa ferðalangar að vera viðbúnir óvæntum aðstæðum.

Meðalfjöldi sólskinsstunda í í júlí og ágúst eru 5-6 klukkustundir á dag og á sumrin eru næturnar bjartar. Sólin skín sjaldnar frá nóvember og fram í janúar.

[Based on January 21, 2017 – December 21, 2017, courtesy of www.suncalc.net]