Söfn og sýningar

Gamlabúð

Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs í Gömlubúð á Höfn, Hornafirði, var opnuð í júní 2013. Þar er sagt frá samspili manns og náttúru, jöklum og jarðfræði.

Sérstök áhersla er lögð á fuglalíf enda er Hornafjörður einn helsti viðkomustaður farfugla á Íslandi. Einnig er ítarlega fjallað um loftslagsbreytingar og hvaða áhrif þær muni hafa á líf okkar í framtíðinni.

Opnunartími:
okt – 30. apríl Daglega 09:00-17:00
maí – 31. maí Daglega 09:00-18:00
júní – 31. ágúst: Daglega 09:00-19:00
1.-30. september:       Daglega 09:00-18:00

Gamlabúð, Visitors Centre of Vatnajökull N.P.
Heppuvegi 1
780 Höfn
Tel. +(354) 470 8330
[email protected]

 

Listasafn Hornafjarðar

Listasafn Svavars Guðnasonar á Hornafirði opnaði við hátíðlega athöfn föstudaginn 24. júní 2011. Safnið er staðsett í Ráðhúsi Hornafjarðar og opnunarsýningin var á verkum Svavars Guðnasonar, en sveitarfélagið hafði þá nýverið fengið verk Svavars að gjöf frá ekkju hans, Ástu Eiríksdóttur.

Hafnarbraut 27 – 780 Höfn. Tel. +(354) 470 8050

Vetraropnun
okt-31. maí
Virka daga 9:00-15:00

Sumaropnun
júní-30. sept
Virka daga 9:00-15:00
Helgar 13:00-17:00