Samgöngur

Flug - Strætó - Bílaleigur - Taxi

Taxi

Taxihofn býður upp á hefðbundna leigubílaþjónustu auk þess að vera með fast verð fyrir akstur á milli staða og akstur með leiðsögn um suður-, austur-  og norðurland. Við gefum líka tilboð í lengri og styttri ferðir og erum á Höfn í Hornafirði. Bílinn okkar tekur sjö farþega. Frekari upplýsingar og bókanir á vefsíðu okkar taxihofn.com eða hringið í síma: 855 0580.

Áætlunarflug

Flugvöllur er í 10 mínútna akstursfjarlægð frá Höfn. Flugfélagið Ernir sér um áætlunarflug milli  Hafnar og Reykjavíkur. Flogið er allt árið, sex sinnum í viku að sumri til og fimm sinnum í viku yfir vetrartímann. Flugáætlun til og frá Höfn er hægt að sjá hér

Áætlaðar rútuferðir

Á sumrin fer strætó daglega milli Reykjavíkur og Hafnar og á veturnar fer strætó þrisvar á viku. Áætlun strætó má sjá hér

Bílaleigur

Það eru þrjár bílaleigur í ríki Vatnajökuls.

Vantajökull Travel er umboðsmaður fyrir Hertz á Höfn. Sími: 858-0470 | [email protected] | www.hertz.is

Bílaleiga Akureyrar – umboðsmaður á Höfn er Rafhorn. Sími 840-6071 | www.holdur.is

Afgreiðsla Avis er á Hornafjarðarflugvelli. Sími: 860-2440 | www.avis.is