Tjaldsvæði í Ríki Vatnajökuls

Tjaldsvæði í Ríki Vatnajökuls

ATHUGIÐ AÐ AÐRAR REGLUR EN GILDA VENJULEGA GETA GILT UM ÖLL TJALDSVÆÐI SUMARIÐ 2020 VEGNA COVID-19. VINSAMLEA LEITIÐ NÁNARI UPPLÝSINGA HJÁ VIÐKOMANDI TJALDSVÆÐI.

Tjaldsvæðið á Höfn er í Þjónustumiðstöð SKG og er á vinstri hönd þegar komið er inn í bæinn á móts við bensínstöðina N1. Stutt er í alla þjónustu og aðeins örfáar mínútur tekur að ganga að sundlauginni og góðum golfvelli.

Tjaldsvæðið býður upp á skipulögð stæði fyrir húsbíla og ferðavagna, gott aðgengi að rafmagni, eldunaraðstöðu, þráðlausa nettengingu, þvottaaðstöðu og afgirtan leikvöll.

Á tjaldsvæðinu er einnig boðið upp á gistingu í smáhýsum.

Opnunartími 2020.
Allt árið

Verð 2020
Fullorðinn: 1.700 kr
Gistináttagjald fyrir einingu 350 kr.
Börn (0-13 ára): Frítt
Sturta, 3 mín: 100 kr
Þvottavél: 1.000 kr
Þurrkari: 1.000 kr
Rafmagn: 800 kr

Notkun hreinsistöðvar fyrir húsbíla:
Fyrir tjaldstæðisgesti 500kr.
Fyrir aðra gesti 1.200 kr.
Netaðgangur: 0 kr.

Höfn Tjaldsvæði
Hafnarbraut 52
780 Höfn í Hornafirði
Sími:478-1606
[email protected]

Haukafell

Haukafell er í eigu Skógræktarfélags Austur-Skaftafellsssýslu og er austan við Fláajökul og 2,5 km. vestan við bæinn Rauðaberg á Mýrum. Haukafell er vinsælt útivistarsvæði og þar eru margar fallegar gönguleiðir. Tjaldsvæðið er gamalt tún og limgerði hefur verið gróðursett í kringum það. Þjónustuhús með vatnssalernum er við tjaldsvæðið.

Aðstaða og svæði er opið svo hægt sé að tjalda frá byrjun apríl til loka september.

Til að fá frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við Upplýsingamiðstöðina í Gömlubúð á Höfn: [email protected]

Svínafell

Í Svínafelli er boðið upp á svefnpokagistingu í upphituðum smáhýsum. Í þeim eru kojur fyrir 4 í hverju húsi, vaskur og kalt rennandi vatn, hraðsuðukanna og einnig borðbúnaður fyrir fjóra. Gestir í smáhýsum hafa aðgang að Skála, þjónustuhúsi við hlið smáhýsanna. Þar er lágmarks aðstaða til matargerðar, þ.e. rafmagnshellur, kæliskápur og uppvottaaðstaða með heitu vatni. Borð og stólar eru í salnum fyrir 80 manns.

Í þjónustuhúsinu eru einnig sturtur og salerni og þessi aðstaða er samnýtt með gestum sem gista á tjaldstæðinu í tjöldum eða bílum / ferðavögnum.

Í þjónustuhúsinu Skála er lítil íbúð með svefnpokaplássum í kojum (120 / 80 cm) í 3 x 2 manna herbergjum. og það er sambærileg íbúð í kjallara í Suðurbæ. Í báðum tilfellum er eldunaraðstaða og baðherbergi/sturta innan dyra.

Í Austurbæ eru svefnpokapláss fyrir 16 manns í eins, tveggja og 3 manna herbergjum. Það eru 2 baðherbergi/sturtur í húsinu og eldhús.

Smáhýsin og þjónustuhúsið Skáli eru opin á tímabilinu 1/5 til 30/9. Önnur gisting er opin allt árið nema stöku sinnum vegna fría. Yfir vetrartímann er afgreiðslan í Suðurbæ.

Nánari upplýsingar er að finna hér

Ferðaþjónustan í Svínafelli
Svínafelli
785 Öræfum
Sími: 478 1765
Farsími: 868 8193 / 894 1765
[email protected]

Skaftafell

Í Skaftafelli eru stæði fyrir um 400 tjöld. Ekki er hægt að taka frá stæði en það er nægt rými fyrir alla sem vilja koma. Sérstök flöt er ætluð fyrir húsbíla, hjólhýsi og fellihýsi. Þar eru tenglar fyrir rafmagn. Afgreiðsla tjaldsvæðisins er í Skaftefellsstofu.

Salernisaðstaða er við Skaftafellsstofu og í tveimur þjónustuhúsum á tjaldsvæðinu. Þar eru líka sturtur. Nota þarf sérstök þjónustukort í sturturnar og fást þau í sjálfsafgreiðslu fyrir utan Skaftafellsstofu. Sjálfsalinn er opinn allan sólarhringinn. Nota þarf greiðslukort með PIN-númeri.

Þvottavél og þurrkari er í þvottarými í Landvarðahúsi, skrifstofubyggingunni næst Skaftafellsstofu. Þjónustukortin gilda fyrir bæði.

Enginn sérstök eldunaraðstaða er fyrir gesti tjaldsvæðis. Þó eru vaskar undir skyggni við Skaftafellsstofu sem og grill sem gestir mega nota.

Gott 3G samband er á tjaldsvæðinu. Opið þráðlaust internet er í gestastofu (Vodafone-HotSpot).

Nánari upplýsingar um tjaldsvæðið má finna hér og verðskrá má finna hér

Skaftafellsstofa
785 Öraefi
Sími: 4708300
[email protected]