Söfn og sýningar

Gamlabúð

Í Gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs í Gömlubúð á Höfn er sagt frá samspili manns og náttúru, jöklum og jarðfræði, en einnig er hægt að fræðast um verslunarsögu Hafnar. Sérstök áhersla er lögð á fuglalíf enda er Hornafjörður einn helsti viðkomustaður farfugla á Íslandi.

Í Gömlubúð er lítil verslun með áherslu á bækur, minjagripi og vörur úr héraði. Í húsinu er gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða.

Afgreiðslutími getur verið breytilegur eftir árstíma. Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimsíðu þjóðgarðsins hér

Gamlabúð
Heppuvegi 1
780 Höfn
Sími 470-8330
[email protected] 

 

Listasafn Hornafjarðar

Svavarssafn

Listasafn Svavars Guðnasonar á Hornafirði opnaði við hátíðlega athöfn föstudaginn 24. júní 2011. Safnið er staðsett í Ráðhúsi Hornafjarðar og opnunarsýningin var á verkum Svavars Guðnasonar, en sveitarfélagið hafði þá nýverið fengið verk Svavars að gjöf frá ekkju hans, Ástu Eiríksdóttur.

Kjarni safneignar Listasafnsins samanstendur af verkum Svavars Guðnasonar og fleiri hornfirskra málara og á safnið nú yfir 500 verk

Listasafnið stendur fyrir minnst þremur fjölbreyttum sýningum árlega. Á sumrin leggur safnið áherslu á verk Svavars Guðnason. Á haustin eru fræðslutengdar sýningar og á vorin list frá Hornafirði eða tengd svæðinu.

Allt árið um kring er þó hægt að sjá verk og fræðast um Svavar í Ástustofu. Þar sem eru myndbönd, fjölbreitt fræðandi lesefni og listaverk. Svavarssafn er staðsett í Ráðhúsinu á Höfn.  Safnið tilheyrir Menningarmiðstöð Hornafjarðar.
Safnið er í Ráðhúsi Hornafjarðar Hafnarbraut 27 á Höfn. Sími: 470 8050.

Vetraropnun: október – 31. maí. Virka daga 9:00-12 & 13-15:00.
Sumaropnun: 1.júní – 1. ágúst. Virka daga 9:00-12:00 & 13:00-15:00. Helgar 13:00-17:00.

Sýningin Uppsprettur – Innlit á vinnustofu stendur í sumar á henni má sjá verk Höskuldar Björnssonar myndlistamanns.

 

Menningarmiðstöðin

Verbúðin í Miklagarði er opin í sumar, en þar er hægt að skoða hvernig aðstæður sjómanna í verðbúðum voru á árum áður þar sem ein verbúðanna hefur verið færð í upprunalegt horf.
Í  Stúkusalnum í Miklagarði verður  opnuð á Sjómannadaginn 7. júní  ljósmyndasýning úr ljósmyndasafni Héraðsskjalasafns Austur-Skaftafellssýslu  þar sem bátum og lífinu um borð verða gerð skil.

 

Þórbergssetur í Suðursveit

Á Hala er Þórbergssetur sem að er menningarsetur helgað minningu Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar. (1888 – 1974). Hann var fæddur á Hala í Suðursveit.  Þar er  veglegt safn  og minjagripasala  auk veitingarrekstur.  Hægt er að fara um safnið með hljóðleiðsögn og njóta texta og frásagnarsnilldar Þórbergs,  en einnig hægt að panta leiðsögn heimamanna um safnið fyrir hópa. Þórbergssetur  er opið allan daginn frá 10:00 – 18:00 en veitingahúsið er opið til klukkan 20:00 á kvöldin.