Veður á Íslandi breytist hratt og er mikilvægt að skoða veðurspá áður en lagt er af stað í ferðalag. Akstursaðstæður á Íslandi geta verið mjög misjafnar og oft er það veðráttan sem stýrir för. Mikilvægt er að skoða veðurspár áður en lagt er af stað í ferðalag. Akstursskilyrði eru yfirleitt mjög góð frá apríl til nóvember, en yfir vetrartímann geta aðstæður verið erfiðari og þarf þá að fara gætilega.
Góða ferð.
Ef þú ætlar að keyra á hálendinu mælum við eindregið með að nota fjórhjóladrifin bíl (4×4), en hafa skal í huga að allur akstur utan vegar er stranglega bannaður þar sem það getur valdið skemmdum á viðkvæmum gróðri einnig er hægt að fá háa sekt fyrir það. Munið að kynna ykkur aðstæður á hálendisvegum og hvort þeir séu opnir.
Árstíðir og loftslag
Vegna hlýnunar Golfstraumsins er hlýrra á Íslandi en nafnið gefur til kynna. Sumrin eru stutt en björt. Meðalhiti á Íslandi í maí til september er 10-12 °C . Á heitum sumardegi getur hitastigið orðið um 20°C. Á veturna er meðalhiti um frostmark. Þetta þýðir að hitastigið getur farið yfir 0° C yfir vetrartímann og rignt fremur en snjóað. Hins vegar getur veðrið breyst mjög hratt og er ófyrirsjáanlegt og því þurfa ferðalangar að vera viðbúnir óvæntum aðstæðum.
Meðalfjöldi sólskinsstunda í í júlí og ágúst eru 5-6 klukkustundir á dag og á sumrin eru næturnar bjartar. Sólin skín sjaldnar frá nóvember og fram í janúar.