Upplýsingamiðstöðvar
Það eru tvær upplýsingamiðstöðvar í ríki Vatnajökuls, í Gömlubúð á Höfn og í þjónustumiðstöðinni í Skaftafelli.
- Gamlabúð Höfn: Sími: 470 8330| [email protected]
- Skaftafellsstofa: Sími: 470 8300 | [email protected]
Gamlabúð:
Í Gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs í Gömlubúð á Höfn er sagt frá samspili manns og náttúru, jöklum og jarðfræði, en einnig er hægt að fræðast um verslunarsögu Hafnar. Sérstök áhersla er lögð á fuglalíf enda er Hornafjörður einn helsti viðkomustaður farfugla á Íslandi.
Í Gömlubúð er lítil verslun með áherslu á bækur, minjagripi og vörur úr héraði. Í húsinu er gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða.
Afgreiðslutími getur verið breytilegur eftir árstíma. Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimsíðu þjóðgarðsins hér
Vatnajökulsþjóðgarður – Gamlabúð
Heppuvegi 1
780 Höfn
Sími: 470 8330
[email protected]
Skaftafellsstofa:
Skaftafellsstofa er upplýsinga- og fræðslumiðstöð þar sem gestir fá svör við spurningum um náttúrufar Skaftafells, gönguleiðir, gistingu og afþreyingu í næsta nágrenni. Í Skaftafellsstofu er sögð saga elds og íss og hvernig hin sterku náttúruöfl hafa tekist á og mótað umgjörð svæðisins. Sagt er frá menningu sem hefur dafnað í skjóli jökulsins og lífi fólks þar sem eldgos og jökulhlaup hafa sett mark sitt á daglegt líf. Þar má einnig sjá muni úr örlagaríkum leiðangri breskra háskólastúdenta árið 1952.
Athugið að á sumrin er afgreiðsla fyrir tjaldsvæðið í þjónustuhúsi vestast á tjaldsvæðinu. Nánari upplýsingar um tjaldsvæðið eru hér.
Skaftafellsstofa er upplýsinga- og fræðslumiðstöð þar sem gestir fá svör við spurningum um náttúrufar Skaftafells, gönguleiðir, gistingu og afþreyingu í næsta nágrenni. Þar er einnig verslun með bækur, póstkort og handverk. Lögð er áhersla á íslenskar vörur og muni sem tengjast byggðarlaginu.
Afgreiðslutími getur verið breytilegur eftir árstíma. Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimsíðu þjóðgarðsins hér
Skaftafellsstofa
785 Öræfi
Sími: 470 8300
[email protected]