Náttúra, Skoðunarferðir, Hugmyndir

Myndatökur og kvikmyndir í ríki Vatnajökuls

Margar heimsfrægar kvikmyndir og sjónvarpsseríur hafa verið teknar upp á Íslandi því landslagið býður upp á svo ótrúlega marga möguleika í kvikmyndatöku í umhverfi sem ekki er hægt að skapa í upptökuveri. Auk þess hafa leikstjórar bent á að á Íslandi séu jafnvel möguleikar fyrir tökur í nánast hverja einustu mynd vegna fjölbreytileika náttúrunnar og landslagsins.

Hverir geothermal field, North Iceland
Fjallsárlón

Íslenskt landslag er oft nýtt í myndir sem eiga að gerast á fornum tímum, byggja á vísindaskáldskap, fantasíum eða þar sem heimsendir hefur átt sér stað. Vinsælustu svæðin til myndatöku eru á Suðurlandi; meðfram svartri strandlengjunni, hjá óvirkum eldstöðvum, með sjó og stórgrýti á aðra hönd og jökla, fossa, kletta og sérstök fjöll á hina höndina.

Source: Movie Tourist

Myndir sem hafa verið teknar upp í ríki Vatnajökuls eru þó nokkrar og sú fyrsta var engin önnur en James Bond: A View to Kill árið 1985 þar sem hluti myndarinnar var tekinn upp á Jökulsárlóni, á Vatnajökli og innanbæjar á Höfn. Kvikmyndin James Bond: Die Another Day var einnig tekin upp á Jökulsárlóni og einnig þriggja mínútna atriði úr Lara Croft: Tomb Raider.

Ef kvikmyndaframleiðendur hafa hug á að taka upp atriði sem eiga að vera úr öðrum heimi, af annarri plánetu eða úr geimnum er Vatnajökull og jöklatungur hans mjög hentugt svæði. Myndin Batman Begins þar sem Liam Neeson og Christian Bale voru í aðalhlutverkum, er tekin á Vatnajökli að hluta. Aðrar myndir sem má nefna eru Interstellar og The Secret Life of Walter Mitty.

Batman Begins, source: Television & Film.com
Walter Mitty, source: chanouxstories.com

Fantasíumyndin Stardust var tekin á Stokksnesi við Vestrahorn, en framleiðendur vildu ná þar svartri sandfjöru og hvössum fjöllum í mynd. Stokksnes er í um 20 mínútna akstursfjarlægð í austur frá Höfn. Auk þess var íslenska myndin Hvítur, hvítur dagur að stórum hluta tekin upp á svæðinu.

Ekki er þó einungis verið að taka upp kvikmyndir á Íslandi því  þáttaframleiðendur sækja í auknum mæli hingað til lands. Hinir margrómuðu sjónvarpsþættir Game of Thrones voru teknir upp víða um land en stór hluti af þeim tökum fór fram í Vatnajökulsþjóðgarði í 1–4 seríu þáttanna.

Game of Thrones, source: Television & Film.com

Ísland hefur ekki farið varhluta af Bollywood-myndum en atriði í myndinni Dilwale voru tekin upp bæði við Vestrahorn og Fjallsárlón. Þá hafa mörg tónlistarmyndbönd verið tekin upp á svæðinu t.d. á Jökulsárlóni og á Stokksnesi.

Fjallsárlón, source: quora.com
Stokksnes/Vestrahorn, source: quora.com

Aðrir möguleikar

Visit Vatnajökull
Visit Vatnajökull